Breiðablik mætir Spartak Subotica frá Serbíu í seinni leik liðanna í Evrópubikar kvenna í fótbolta í Subotica klukkan 15 í dag.
Breiðablik er í góðri stöðu í einvíginu eftir öruggan sigur í fyrri leiknum, 4:0, en sigurliðið í einvíginu fer áfram í 16-liða úrslit.
Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sunna Rún Sigurðardóttir komust einnig á blað.
Dregið verður í 16-liða úrslitin á föstudag í Nyon í Sviss.
Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is.
/frimg/1/60/37/1603712.jpg)