Byrjunarlið Blika í Serbíu klárt

Leikmenn Breiðabliks skoða aðstæður fyrir leik.
Leikmenn Breiðabliks skoða aðstæður fyrir leik. Ljósmynd/Breiðablik

Breiðablik mætir Spartak Subotica frá Serbíu á útivelli í seinni leik liðanna í Subotica í dag klukkan 15.

Sigurliðið í einvíginu fer áfram í 16-liða úrslitin og eru Blikar vægast sagt sigurstranglegri eftir öruggan 4:0-heimasigur í fyrri leiknum.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stillir upp sama liði og í fyrri leiknum á Kópavogsvelli.

Byrjunarlið Breiðabliks:

Mark: Katherine Devine.

Vörn: Karitas Tómasdóttir, Heiðdís Lillýjardóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Barbára Sól Gísladóttir.

Miðja: Andrea Rut Bjarnadóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir, Samantha Smith.

Sókn: Birta Georgsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Agla María Albertsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka