Viðar yfirgefur KA

Viðar Örn Kjartansson er á förum frá KA.
Viðar Örn Kjartansson er á förum frá KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson yfirgefur KA eftir tímabilið, eftir tvö ár á Akureyri.

Hann staðfesti tíðindin við fótbolta.net. Viðar verður samningslaus eftir tímabilið og verður samningur hans ekki framlengdur.

Viðar sneri aftur heim til Íslands á síðasta ári en hann hafði leikið sem atvinnumaður erlendis með hinum ýmsu félögum frá árinu 2014.

Hann skoraði sex mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni með KA á síðustu leiktíð en hefur ekki skorað í 15 leikjum á yfirstandandi tímabili. Þá hefur hann mikið verið á bekknum og utan hóps í einhverjum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert