Breiðablik mætir Fortuna Hjörring frá Danmörku í sextán liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta en dregið var til þeirra rétt í þessu.
Fyrri leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli 11. eða 12. nóvember og sá síðari í Hjörring í Danmörku 19. eða 20. nóvember.
Sigurliðið í viðureign Breiðabliks og Fortuna mætir annaðhvort Häcken frá Svíþjóð eða Inter Mílanó frá Ítalíu í átta liða úrslitum keppninnar sem verða leikin í febrúar.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leika með Inter og Fanney Inga Birkisdóttir með Häcken þannig að Blikakonur myndu mæta Íslendingaliði ef þær ná að slá út Fortuna Hjörring.
Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum:
Glasgow City - Sporting Lissabon
Breiðablik - Fortuna Hjörring
Anderlecht - Austria Vín
Nordsjælland - Mura
Sparta Prag - Young Boys
PSV Eindhoven - Eintracht Frankfurt
Ajax - Hammarby
Häcken - Inter Mílanó
Þessi liða mætast í átta liða úrslitum:
Glasgow/Sporting - Ajax/Hammarby
Sparta/Young Boys - Anderlecht/Austria
Häcken/Inter - Breiðablik/Fortuna
PSV/Eintracht - Nordsjælland/Mura
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir leikur með Anderlecht og Rebekka Sif Brynjarsdóttir með Nordsjælland.