Kynntist konunni sinni á einu erfiðasta tímabilinu

„Það var galið hvað við vorum með gott lið en náðum einhvernvegin ekki að smella,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Lára Kristín Pedersen í Dagmálum.

Lára Kristín, sem er 31 árs gömul, ákvað að leggja skóna á hilluna á dögunum eftir farsælan feril þar sem hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari.

Erfitt fótboltalega séð

Lára gekk til liðs við KR fyrir keppnistímabilið 2020 ásamt fjölda sterkra leikmanna en liðið náði sér aldrei á strik og féll að endingu úr efstu deild um haustið.

„Þetta var mjög erfitt fótboltalega séð en ég var líka að kynnast minni konu þarna þannig að það var margt jákvætt líka,“ sagði Lára Kristín.

„Samheldnin var mikil og stemningin góð innan hópsins. Þetta tímabil er í smá klessu því ég man eiginlega bara eftir því að hafa verið í sóttkví,“ sagði Lára Kristín meðal annars.

Viðtalið við Láru Kristínu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Lára Kristín Pedersen og Rebekka Sverrisdóttir.
Lára Kristín Pedersen og Rebekka Sverrisdóttir. Ljósmynd/@larakpedersen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert