„Ég var eiginlega ekkert að pæla í þessu“

Agla María Albertsdóttir var stoðsendinga hæst í Bestu deild kvenna …
Agla María Albertsdóttir var stoðsendinga hæst í Bestu deild kvenna í ár. Olafur Ardal

Stoðsendingadrottningin Agla María Albertsdóttir var ekkert rosalega hissa yfir því að vera stoðsendingahæst í Bestu deild kvenna í ár.

„Ég hef yfirleitt verið með flestar stoðsendingar þannig ég var ekkert að pæla í þessu ef ég á að vera hreinskilin.”

Hvernig er tilfinningin að vinna deildina annað árið í röð?

„Hún er virkilega góð en hún er allt öðruvísi en hún var í fyrra. Það var minni spenna í þessu í ár og maður vissi fyrir frekar löngu að við værum meistarar en það er ótrúlega gaman að taka á móti þessu og fagna.”

Kom á óvart hvað þetta hafðist svona snemma hjá ykkur?

„Ekkert endilega. Það kom manni hins vegar á óvart hvernig sum lið voru í deildinni og ég hefði alls ekki búist við því fyrir mót að við værum í svona góðri stöðu þegar það var svona mikið eftir. Þannig, já, það kom á óvart en þetta er bara frábært.”

Hvernig sérð þú framtíð þína fyrir þér?

„Ég er með samning í eitt ár í viðbót og ætla mér að klára. En það verður spennandi að sjá hvaða þjálfara við fáum í vetur. Það er náttúrulega lykilatriðið að fá góða þjálfara og halda kjarnanum í hópnum, þá erum við í góðum málum,” sagði Agla í samtali við mbl.is

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert