„Það er miklu erfiðara að verja titla“

Berglind var markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar.
Berglind var markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar. Olafur Ardal

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Bestu deildar kvenna í knattspyrnu, sagði í samtali við mbl.is hversu stolt hún væri af liðinu sem varði Íslandsmeistaratitilinn í ár.

„Það er miklu erfiðara að verja titilinn. En við settum okkur markmið að vinna báða titlana og vorum allar að róa í sömu átt þannig samheldni hópsins var algjör lykill í þessu. Við ætluðum aldrei að fara að gefa eftir og við erum öll virkilega stolt af þessum árangri.”

Áttirðu von á því að vera markahæst fyrir tímabilið?

„Nei ekkert frekar. Það er náttúrulega ótrúlega gaman að skora 23 mörk og ég hef aldrei skorað svona mörg mörk á tímabili þannig ég er gríðarlega stolt af sjálfri mér að geta náð þessu.”

Verður þú áfram hjá Breiðablik á næstu leiktíð?

„Ég er samningslaus eins og staðan er núna þannig það kemur bara í ljós hvað gerist.”

Hvaða skilaboð hefur þú fyrir ungar knattspyrnukonur sem vilja skora mörk eins og þú?

„Æfa aukalega og síðan uppskerir maður seinna meir,” sagði Berglind lauflétt í samtali við mbl.is.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert