Varamaðurinn hetja Þróttar

Elísa Viðarsdóttir úr Val verst Þórdísi Elvu Ágústsdóttur hjá Þrótti.
Elísa Viðarsdóttir úr Val verst Þórdísi Elvu Ágústsdóttur hjá Þrótti. mbl.is/Eyþór

Þróttur hafði betur gegn Val, 1:0, í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á heimavelli sínum í Laugardal í dag. Þróttur endar deildina í þriðja sæti með 48 stig. Valur endar í sjötta sæti með 29 stig.

Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt rólegur og var varla eitt einasta færi allan hálfleikinn. Lítið var undir og það sást og var staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa.

Helstu tíðindin voru þau að Valur fékk þrjár hornspyrnur gegn einni hjá Þrótti.

Seinni hálfleikur var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar besta færi leiksins fram að því leit dagsins ljós. Kayla Rollins skallaði þá í slána eftir horn frá Sæunni Björnsdóttur. Einni mínútu síðar skallaði hún beint á Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Vals.

Þróttur hélt áfram að sækja og Sierra Lelii skoraði fyrsta markið á 51. mínútu með góðu skoti hægra megin í teignum eftir aukaspyrnu á miðjum vellinum.

Fanndís Friðriksdóttir var nálægt því að jafna á 69. mínútu en Mollee Swift í marki Þróttar varði glæsilega frá henni þegar Fanndís tók gott skot vinstra megin í teignum og boltinn stefndi í bláhornið fjær.

Nær komst Valsliðið ekki og Þróttarar fögnuðu sigri í lokaumferðinni.

Þróttur R. 1:0 Valur opna loka
90. mín. Þróttur R. fær hornspyrnu Slök sending til baka hjá Örnu og Þróttur fær horn. Á sama tíma er tilkynnt að það verða fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert