Anton tekur við Fram

Milan Stefán Jankovic, Anton Ingi Rúnarsson, Helga Rut Einarsdóttir og …
Milan Stefán Jankovic, Anton Ingi Rúnarsson, Helga Rut Einarsdóttir og Emma Kate Young í leik kvennaliðs Grindavíkur á síðasta ári. mbl.is/Arnþór

Anton Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í knattspyrnu. Anton Ingi var síðast þjálfari karlaliðs Grindavíkur undir lok síðasta tímabils og hélt liðinu uppi í 1. deild.

Fótbolti.net greinir frá.

Anton Ingi er 29 ára gamall og hefur þjálfað hjá uppeldisfélaginu Grindavík undanfarin átta ár, þar á meðal kvennaliðið.

Hann tekur við starfinu af Óskari Smára Haraldssyni sem lét nýverið af störfum sem þjálfari Fram eftir að hafa haldið liðinu uppi í Bestu deildinni sem nýliði. Óskar Smári tók stuttu síðar við sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert