Ísland dróst með heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands í 3. riðli í A-deild undankeppninnar fyrir HM 2027 í Brasilíu. Dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í Nyon í Sviss í hádeginu í dag.
Um sannkallaðan dauðariðil er að ræða enda ekki á hverjum degi sem heimsmeistarar og Evrópumeistarar dragast saman. Í riðlinum er einnig Úkraína.
Leikirnir í riðlunum í deildunum þremur munu fara fram frá febrúar/mars til júní 2026 og verður í undankeppninni stuðst við sama fyrirkomulag og í Þjóðadeildinni, þar sem Ísland hélt sæti sínu í A-deild á dögunum.
Riðlakeppnin mun leiða í ljós hvaða fjögur lið fara beint á HM og einnig hvaða 32 lið fara í umspil milli október og desember 2026.
Í því umspili verður keppt um sjö bein sæti á HM til viðbótar auk eins sætis í umspili milli álfa. Um leið er í húfi hvort lið falli eða komist upp úr deildum sínum fyrir Þjóðadeildina, sem fer næst fram árið 2027.
Drátturinn í heild sinni:
A1:
Svíþjóð
Ítalía
Danmörk
Serbía
A2:
Frakkland
Holland
Pólland
Írland
A3:
Spánn
England
Ísland
Úkraína
A4:
Þýskaland
Noregur
Austurríki
Slóvenía
B1:
Wales
Tékkland
Albanía
Svartfjallaland
B2:
Sviss
Norður-Írland
Tyrkland
Malta
B3:
Portúgal
Finnland
Slóvakía
Lettland
B4:
Belgía
Skotland
Ísrael
Lúxemborg
C1:
Bosnía og Hersegóvína
Eistland
Litháen
Liechtenstein
C2:
Króatía
Kósovó
Búlgaría
Gíbraltar
C3:
Ungverjaland
Aserbaísjan
Norður-Makedónía
Andorra
C4:
Grikkland
Færeyjar
Georgía
C5:
Rúmenía
Kýpur
Moldóva
C6:
Hvíta-Rússland
Kasakstan
Armenía