Yfirgefur Framara

Tryggvi Snær Geirsson er farinn frá Fram.
Tryggvi Snær Geirsson er farinn frá Fram. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Snær Geirsson verður ekki áfram í herbúðum Fram.

Tryggvi, sem er 25 ára, kom til Fram frá KR árið 2020 og fór með liðinu upp í Bestu deildina ári síðar.

Hann hefur leikið 70 leiki í efstu deild, 69 af þeim með Fram og einn með KR. Þá hefur hann leikið 26 leiki í 1. deildinni. Í ár kom hann aðeins við sögu í átta leikjum með Fram í Bestu deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert