Damir yfirgefur Breiðablik

Damir Muminovic fær ekki nýjan samning í Kópavoginum.
Damir Muminovic fær ekki nýjan samning í Kópavoginum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic er á förum frá Breiðabliki þegar samningur hans við félagið rennur út í lok ársins.

Fótbolti.net greinir frá því að Damir, sem er 35 ára miðvörður, muni ekki fá nýjan samning hjá Breiðabliki.

Ferli hans hjá Blikum er þó ekki lokið alveg strax þar sem Breiðablik á eftir að spila fjóra leiki á tímabilinu, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Hann er einmitt staddur í Kraká í Póllandi þar sem Blikar mæta Shakhtar Donetsk í 3. umferð Sambandsdeildarinnar á morgun.

Damir gekk aftur til liðs við félagið í sumar eftir hálfs árs dvöl hjá DPMM í Brúnei, sem leikur í efstu deild Singapúr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert