Frakkland - Rúmenía, bein lýsing

Cristian Chivu, varnarmaður Rúmena, og Karim Benzema, framherji Frakka, eigast ...
Cristian Chivu, varnarmaður Rúmena, og Karim Benzema, framherji Frakka, eigast við í leiknum í dag. Reuters

Frakkland og Rúmenía gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leiknum í C-riðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Zurich í Sviss í dag.

Úrslitin eru nokkuð óvænt, enda voru Frakkar taldir eitt sigurstranglegasta liðið í keppninni og stigin gætu reynst þeim dýrkeypt í þessum erfiða riðli sem kallaður hefur verið "dauðariðillinn". Þar eru einnig Ítalía og Holland sem mætast kl. 18.45.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is og hana má skoða hér.

Rúmenskir áhorfendur fylgjast spenntir með sínum mönnum í Zurich.
Rúmenskir áhorfendur fylgjast spenntir með sínum mönnum í Zurich. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina