Hollendingar mega hvíla lykilmenn

Lykilleikmenn Hollands gætu fengið hvíld gegn Rúmenum á þriðjudag.
Lykilleikmenn Hollands gætu fengið hvíld gegn Rúmenum á þriðjudag. Reuters

Nokkuð hefur verið rætt um þann möguleika að Hollendingar muni hvíla lykilleikmenn sína gegn Rúmenum á Evrópumótinu á þriðjudag. Hollendingar eru nú þegar búnir að tryggja sig áfram upp úr riðli sínum, en Rúmenar, Frakkar og Ítalir berjast um annað sætið í riðlinum.

Talsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, William Gaillard hefur sagt að Hollendingar hafi fullan rétt að hvíla sínar helstu stjörnur gegn Rúmeníu kjósi þeir að gera það. „Það eru engar reglur sem banna slíkt. Það er eðlilegt að þegar lið sem hefur tryggt sig áfram, hvíli einhverja leikmenn í lokaleik riðilsins og gefi fleiri leikmönnum í hóp sínum tækifæri á að spila á mótinu. Ef ég man rétt gerðu Tékkar þetta fyrir fjórum árum, en unnu samt sem áður Þjóðverja 2:1.“

Fari svo að Rúmenía vinni Holland í lokaumferð C-riðils, enda Rúmenar með 5 stig og komast í 8-liða úrslit. Breytir þá engu hvernig leikur Frakka og Ítala fer. Bæði Frakkland og Ítalía hafa 1 stig fyrir síðustu umferð riðilsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert