Hollendingar að kafna í prumpfýlu

Var Van der Vaart að verki?
Var Van der Vaart að verki? Reuters

Hollendingar gátu leyft sér þann munað í leiknum við Rúmena í gær að hvíla nánast alla sína bestu leikmenn. Þeir létu vel um sig fara á varamannabekk liðsins, alla vega þar til einhver þeirra varpaði fram að því er virðist ansi öflugri fýlusprengju.

Fréttastofa BBC náði myndbandi af atvikinu sem sjá má hér, og af því að dæma er skítafýlan ansi mikil. Hver hinn seki er skal ekki fullyrt hér en Rafael van der Vaart virðist alla vega býsna skömmustulegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina