Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita

Þýskaland sigraði Tyrkland, 3:2, í undanúrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Basel í kvöld og leikur til úrslita gegn Spáni eða Rússlandi á sunnudaginn. Philipp Lahm skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins.

Ugur Boral kom Tyrkjum yfir á 22. mínútu en Bastian Schweinsteiger jafnaði fyrir Þjóðverja fjórum mínútum síðar. Lokakaflinn var síðan bráðfjörugur. Miroslav Klose kom Þjóðverjum í 2:1 á 79. mínútu en Semih Sentürk jafnaði, 2:2, á 86. mínútu. Lahm skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma og Tyrkir náðu ekki að jafna á þeim fimm mínútum sem bætt var við.

Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is og er hún hér fyrir neðan:

Lið Þýskalands: Jens Lehmann, Arne Friedrich, Per Mertesacker, Christoph Metzelder, Philipp Lahm, Thomas Hitzlsperger, Simon Rolfes, Bastian Schweinsteiger, Michael Ballack, Lukas Podolski, Miroslav Klose.

Lið Tyrklands: Rüstu Recber, Sabri Sarioglu, Mehmet Topal, Gükhan Zan, Hakan Kadir Balta, Mehmet Aurelio, Colin Kazim-Richards, Hamit Altintop, Ayhan Akman, Ugur Boral, Semih Sentürk.

Miroslav Klose kom Þjóðverjum í 2:1 á 79. mínútu og …
Miroslav Klose kom Þjóðverjum í 2:1 á 79. mínútu og hér á hann í höggi við Ayhan Akman. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert