Spánn Evrópumeistari

Spánn varð sú þjóð sem stóð uppi sem sigurvegari á EM 2008 í knattspyrnu. Úrslitaleikur keppninnar fór fram í Vínarborg nú í kvöld þar sem Spánn lagði Þýskaland að velli 1:0. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var það sóknarmaðurinn Fernando Torres sem skoraði það.

Þetta er annar Evrópumeistaratitill Spánverja. Þeir hafa ekki unnið keppnina í 44 ár, eða síðan árið 1964. Um leið var þetta fyrsti úrslitaleikur Spánar á stórmóti í knattspyrnu frá 1984. 

Boltinn í netinu. Torres skoraði og Spánn vann EM.
Boltinn í netinu. Torres skoraði og Spánn vann EM. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina