EM: Þrjár breytingar á byrjunarliðinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu á móti Þjóðverjum.
Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu á móti Þjóðverjum. mbl.is/Algarvephotopress

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir lokaleik liðsins í úrslitakeppni EM, gegn Þjóðverjum á sunnudag.  Þjóðirnar mætast á Tampere-leikvanginum og hefst leikurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. 

Leikkerfið er hefðbundið og óbreytt frá síðasta leik - Fjögurra manna varnarlína, tveir varnartengiliðir, einn sóknartengiliður, marksæknir kantmenn og einn miðframherji - en áherslurnar breytast þó aðeins og mun liðið liggja aðeins aftar en í fyrstu tveimur leikjunum. 

Katrín Ómarsdóttir kemur aftur inn á miðjuna í stað Dóru Stefánsdóttur, Sif Atladóttir kemur í hægri bakvörðinn í stað Ernu B. Sigurðardóttur og Guðbjörg Gunnarsdóttir verður á milli stanganna í stað Þóru B. Helgadóttur.

Markvörður

  • Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður

  • Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður

  • Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir

  • Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
  • Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Varnartengiliðir

  • Edda Garðarsdóttir
  • Sara Björk Gunnarsdóttir

Sóknartengiliður

  • Katrín Ómarsdóttir

Hægri kantmaður

  • Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantmaður

  • Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji

  • Margrét Lára Viðarsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert