Margrét Lára komin með 70 mörk

Margrét Lára Viðarsdóttir í upphitun í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir í upphitun í dag. Ljósmynd/Guðmundur Svansson

Margrét Lára Viðarsdóttir náði enn einum áfanganum í markaskorun í dag þegar hún jafnaði metin gegn Norðmönnum í úrslitakeppni EM, 1:1, í Kalmar í Svíþjóð.

Margrét skoraði þar sitt 70. mark fyrir íslenska landsliðið, í sínum 89. landsleik, og bætti enn eigið markamet  sem verður seint jafnað. Hólmfríður Magnúsdóttir er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 32 mörk.

mbl.is