Hannes er óumdeilt númer eitt

Hannes Þór á æfingu landsliðsins í Annecy.
Hannes Þór á æfingu landsliðsins í Annecy. AFP

í Saint-Étienne Hannes Þór Halldórsson, aðalmarkvörður landsliðsins síðustu ár, hefur sjálfur greint frá því að Evrópumótið hafi verið í hættu hjá sér vegna axlarmeiðslanna sem hann varð fyrir á æfingu landsliðsins í nóvember.

En með eljusemi, þrautseigju, dugnaði og metnaði tókst Hannesi að komast í EM-form. Það var góð ákvörðun hjá honum að ganga í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Bodö/Glimt og þar hefur hann staðið sig afar vel og er óumdeilt markvörður númer eitt í landsliðinu og verður það á Evrópumótinu.

Honum til trausts og halds eru Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson. Undirritaður átti von á að Gunnleifur Gunnleifsson yrði í hlutverki annars hvors þeirra en „gamli“ maðurinn var skilinn eftir heima. Ögmundur hefur fengið fleiri tækifæri en Ingvar til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfurunum en hefur á köflum misstigið sig og eftir góða innkomu Ingvars í leiknum gegn Norðmönnum á dögunum er allt eins víst að hann sé orðinn framar í goggunarröðinni.

Sjá ítarlega umfjöllun um EM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »