Landsliðið er forsíðuefni í Evrópu

Forsíða franska íþróttablaðsins L'Equipe í dag.
Forsíða franska íþróttablaðsins L'Equipe í dag. Ljósmynd/Twiter

Sigur íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla á enska landsliðinu, 2:1, í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu er forsíðuefni dagblaða víðar en hér á landi og á Norðurlöndunum. Franska íþróttablaðið L'Equipe slær sigrinum upp á forsíðu sinni í dag með stórri mynd af Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða, fremstum í fögnuðinum í leikslok. 

Íþróttablaðið Marca á Spáni segir að íslenska landsliðið hafi „sparkað“ enska landsliðinu úr keppni. 

Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir Englendinga hafa upplifað annað Brexit á innan við viku. „Ævintýri íslenska landsliðsins heldur áfram. Það er komið í átta liða úrslit á sama tíma og Roy Hodgson segir starfi sínu lausu.“ Hodgson var landsliðsþjálfari Englendinga fram yfir leikinn í Nice í gærkvöldi. 

„Kraftaverk hjá íslenska landsliðinu,“ segir í frásögn Il Corriere della Sera.

Þýsku miðlarnir Kicker og Bild slá einnig upp sigrinum og tala um kraftaverk og einstakan árangur. Síðarnefnda blaðið sem er svokallað götublað veltir sér talsvert upp úr tapinu og tengir það kosningunni á Bretlandseyjum í síðustu viku sem nefnd var Brexit.

Liberation í Frakklandi segir einfaldlega „svartur mánudagur fyrir England.“

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin