Ósvikin gleði á „trappuni í Vágsbotni“ (myndskeið)

Færeyingar styðja af heilum hug við íslenska landsliðið á EM …
Færeyingar styðja af heilum hug við íslenska landsliðið á EM í fótbolta. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Færeyingar hafa stutt við bakið á íslenska landsliðinu í knattspyrnu frá fyrsta degi Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Frakklandi. Þeir hafa fylgst grannt með útsendingum sjónvarpsins frá leikjum Íslands og fjölmennt á „trappuni í Vágsbotni“ í Þórshöfn og fylgst með útsendingum frá leikjum íslenska landsliðsins sem sýndir hafa verið á risaskjá. 

Eins og endranær fylgdist fjölmenni með leik Íslendinga og Englendinga í gærkvöldi og fagnaði lengi og innilega sigri íslenska landsliðsins á enska landsliðinu, 2:1. Fréttavefurinn portal.fo hefur klippt saman meðfylgjandi myndskeið af viðbrögðum áhorfenda þegar mörkin þrjú voru skoruð og þegar flautað var af og íslenskur sigur var í höfn. Óhætt er að segja að gleðin sé innileg.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin