Hef tilhneigingu til að trúa þeim

Liðsheild íslenska liðsins er gríðarlega öflug.
Liðsheild íslenska liðsins er gríðarlega öflug. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Getur íslenska landsliðið haldið áfram að bæta sig? Er mögulegt að strákarnir okkar geti tekið enn eitt risaskrefið á Stade de France annað kvöld? Einhvern tíma lýkur ævintýrinu mikla. Eða er það ekki? Grikkland, Leicester – er Ísland næst?

Hvað skal segja? Þessi Frakklandsferð og dvölin sem hefur verið framlengd í tvígang er þegar komin fram úr öllum væntingum. Við vonuðumst eftir einum sigri í riðlakeppninni en í villtustu draumum sáum við ekki liðið fara ósigrað í gegnum hana. England í Nice – það var stóri bónusinn að fá þann leik og halda svo brosandi heimleiðis eftir óvænta og skemmtilega frammistöðu.

Aftur á söguslóðir

Ekki aldeilis. Nú er ferðinni aftur heitið á hinn magnaða leikvang í Saint-Denis þar sem Ísland stóð uppi í hárinu á frönsku heimsmeisturunum í október 1999. Þar sem Ísland vann sigurinn frækilega gegn Austurríki fyrir tíu dögum. Í þriðja sinn er Stade de France vettvangurinn fyrir eitthvað draumkennt, eitthvað sem áður þótti óhugsandi, eitthvað sem á fræðilega ekki að vera hægt.

Sjá viðhorfsgreinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.