Maradona: Ísland getur valdið Frökkum áhyggjum

Antoine Griezmann og Gylfi Þór Sigurðsson verða í eldlínunni í …
Antoine Griezmann og Gylfi Þór Sigurðsson verða í eldlínunni í kvöld. AFP

Argentínska goðsögnin Diego Maradona segir að Frakkar séu erfiðari andstæðingur fyrir Íslendinga en Englendingar voru en Ísland og Frakkland eigast við í átta liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu á Stade de France í kvöld. Hann segir að íslenska liðið geti valdið Frökkum áhyggjum.

„Frakkar verða vitaskuld erfiðari en Englendingar, þeir eru hungraðir á heimavelli,“ skrifar Maradona í blaðið Times of India.

„Ég hef séð lið eins og Brasilíu hrynja undan pressu að spila á stóra leiki á heimavelli. Það er kraftur og hreyfanleiki á miðjunni hjá Frökkum. Íslenska liðið mun liggja aftarlega en það er enginn glæpur. Ef Íslendingar fá ekki mark á sig snemma og þeim tekst að pirra Frakkana munum við fá leik í okkar hendur því það eru veikleikar í frönsku vörninni.

Fjarvera Varanes veikir vörnina og bakverðirnir Evra og Sagna eru ekki eins skarpir og þeir voru. Deschamps notar þá því það er skortur á valkostum. Það á enn eftir að reyna á vörn hans,“ skrifar Maradona.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin