Áköf fagnaðarlæti Ronaldos (myndskeið)

Ronaldo fagnar með bikarinn á höfðinu eftir leikinn í gær.
Ronaldo fagnar með bikarinn á höfðinu eftir leikinn í gær. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo var gríðarlega ánægður eftir að Portúgal varð Evrópumeistari í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Ronaldo þakkaði meðal annars dómara leiksins fyrir á óhefðbundinn hátt.

Ronaldo neyddist til að fara af leikvelli á 25. mínútu vegna meiðsla. Portúgal vann 1:0-sigur á gestgjöfunum en varamaðurinn Éder skoraði eina mark leiksins í framlengingu. 

Þegar Mark Clattenburg dómari og aðstoðarmenn hans fóru að taka við viðurkenningum sínum eftir leikinn klöppuðu leikmenn Portúgals fyrir dómarunum og hans mönnum. Ronaldo gerði hins vegar meira, hann stóð og öskraði og greip um andlitið á Clattenburg dómara.

Dómarinn virtist undrandi á látunum í Ronaldo en myndskeið af þessu má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin