Sanches besti ungi leikmaðurinn

Renato Sanches fagnar sigrinum á Frökkum í leikslok í gærkvöld.
Renato Sanches fagnar sigrinum á Frökkum í leikslok í gærkvöld. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur útnefnt portúgalska miðjumanninn Renato Sanches besta unga leikmanninn í Evrópukeppninni í Frakklandi.

Sanches, sem verður 19 ára í ágúst, er yngsti leikmaður sem hefur verið í byrjunarliði í úrslitaleik Evrópukeppninnar. Hann lék sinn 11. landsleik í gærkvöld og fyrsta mark sitt fyrir Portúgal gerði hann í jafnteflisleiknum gegn Póllandi í átta liða úrslitum keppninnar. Þá skoraði hann jafnframt í vítaspyrnukeppninni og var valinn maður leiksins annan leikinn í röð en Sanches fékk einnig þá útnefningu þegar Portúgal vann Króatíu í sextán liða úrslitunum.

Næstir á eftir honum í kjörinu voru þeir Kingsley Coman frá Frakklandi og Raphael Guerreiro frá Portúgal.

Sanches hefur verið í röðum Benfica frá 8 ára aldri en hann var í maí seldur til Bayern München fyrir 35 milljónir evra og samdi þar til fimm ára.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin