Mark Griezmann gegn Íslandi á topplistanum - myndskeið

Það verður ekki tekið af Griezmann að hann afgreiddi boltann …
Það verður ekki tekið af Griezmann að hann afgreiddi boltann laglega í netið gegn Íslendingum á EM. Hér sést hann vippa yfir Hannes Þór Halldórsson er hann komst einn í gegn. AFP

Tækn­i­nefnd UEFA hefur valið tíu bestu mörk nýliðins Evrópumóts í knattspyrnu karla, en nefndina skipa meðal annars menn eins og sir Alex Ferguson, David Moyes, Savo Milosevic og Gareth Southgate.

Það kemur engum á óvart að glæsilegt hjólhestaspyrnumark Svisslendingsins Xherdans Shaqiri trónir á toppnum.

Markið sem Antoine Griezmann skoraði gegn Íslandi komst einnig á listann og er í 7. sæti en mörkin má sjá í heild sinni hér.

Topp tíu mörkin á EM:

1. Xherdan Shaqiri (Sviss - Pólland, 16-liða úrslit)

2. Hal Robson-Kanu (Wales - Belgía, 8-liða úrslit)

3. Dimitri Payet (Frakkland - Rúmenía, riðlakeppni)

4. Marek Hamšík (Slóvakía - Rússland, riðlakeppni)

5. Cristiano Ronaldo (Portúgal - Ungverjaland, riðlakeppni)

6. Éder (Portúgal - Frakkland, úrslit)

7. Antoine Griezmann (Frakkland - Ísland, 8-liða úrslit)

8. Cristiano Ronaldo (Portúgal - Wales, undanúrslit)

9. Eden Hazard (Belgía - Ungverjaland, 16-liða úrslit)

10. Romelu Lukaku (Belgía - Írland, riðlakeppni)

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin