Býst við sterkum og duglegum Íslendingum

Olivier Echouafni fylgist með lærimeyjum sínum í franska landsliðinu á …
Olivier Echouafni fylgist með lærimeyjum sínum í franska landsliðinu á æfingu. AFP

„Við berum mikla virðingu fyrir Íslandi,“ sagði Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, við fréttamenn í Tilburg í dag, daginn fyrir leik Íslands og Frakklands á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi.

Echouafni, sem tók við Frakklandi síðastliðið haust, fór ekki sérlega djúpt í málin þegar hann var spurður um álit sitt á íslenska liðinu en sagði þó:

„Ísland átti mjög góða undankeppni og endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við mjög líkamlega sterku og duglegu liði sem hleypur mikið. Í liðinu eru reyndir leikmenn sem hafa spilað í atvinnumennsku. Það sem ég segi við liðið mitt er að við eigum von á mjög erfiðum og líkamlegum leik,“ sagði Echouafni, sem minntist sérstaklega á reynslu þeirrar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur Hólmfríðar Magnúsdóttir, sem leikið hafa yfir 100 A-landsleiki.

Frökkum er spáð afar góðu gengi í Hollandi og franska liðið er af mörgum talið það sigurstranglegasta á mótinu, þrátt fyrir að hafa aldrei unnið til verðlauna á stórmóti áður.

„Við höfum lagt hart að okkur og getum ekki beðið eftir því að byrja. Við lítum ekki á okkur sem það lið sem líklegast er til að verða Evrópumeistari. Þýskaland er eina liðið sem telja má sigurstranglegast, enda handhafi titilsins. Við höfum aldrei unnið og erum bara hér til að gera eins vel og við getum,“ sagði Echouafni, og vildi heldur ekki gera of mikið úr því að Frakkland væri sigurstranglegra en Ísland á morgun:

„Það eru allir leikir erfiðir. Kannski erum við ofar á styrkleikalista en leikurinn vinnst á vellinum. Við tökum leikinn alvarlega og reynum að spila okkar leik,“ sagði þjálfarinn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin