Dómarinn átti sviðið í stórleiknum

Markaskorarinn Jodie Taylor er hér gegn hinni spænsku Leila Ouahabi …
Markaskorarinn Jodie Taylor er hér gegn hinni spænsku Leila Ouahabi í leiknum í kvöld. AFP

England er með fullt hús stiga í D-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Spáni í stórleik riðilsins í kvöld, 2:0, og fer með því langt með að tryggja sér efsta sæti riðilsins en ef allt fer illa fyrir þær ensku gætu þær þó enn setið eftir í riðlinum.

Francesca Kirby kom Englandi yfir strax á annarri mínútu leiksins, og enska liðið skoraði annað mark fyrir hlé sem var þó ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Staðan 1:0 í hálfleik.

Spánn fékk dæmt víti seint í síðari hálfleik, áður en dómarinn hætti snarlega við. Um er að ræða sama dómara og dæmdi leik Íslands og Frakklands á þriðjudag, en þá fékk hún Carina Vitulano yfir sig mikla gagnrýni fyrir frammistöðuna. Að lokum var það Jodie Taylor sem innsiglaði 2:0-sigur Englands undir lok leiksins og úrslitin ráðin.

England er með sex stig í efsta sæti riðilsins, Spánn og Portúgal eru með þrjú stig en Skotland er án stiga. Í lokaumferðinni á fimmtudag mætast England og Portúgal annars vegar og Spánn og Skotland hins vegar, en liðin sem komast upp úr þessum D-riðli mæta þeim sem komast upp úr C-riðlinum, riðli Íslands, í átta liða úrslitum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin