Danmörk áfram eftir sigur á Noregi

Ada Hegerberg og Line Jensen í baráttunni í kvöld.
Ada Hegerberg og Line Jensen í baráttunni í kvöld. AFP

Danska kvennaliðið í knattspyrnu er komið í átta liða úrslit á EM í Hollandi eftir 1:0 sigur á því norska í þriðju og síðustu umferðinni í riðlakeppninni. Katrine Veje skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu. 

Caroline Hansen, leikmaður Noregs, brenndi af vítaspyrnu á 44. mínútu og þrátt fyrir mikla pressu norska liðsins undir lokin tókst þeim ekki að jafna. 

Holland vann riðilinn með níu stig, Danmörk hafnaði í öðru sæti með sex stig, Belgía í þriðja með þrjú stig og Noregur á botninum án stiga. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin