Holland vann riðilinn með fullt hús

Lieke Martens skorar sigurmark leiksins.
Lieke Martens skorar sigurmark leiksins. AFP

Holland hafði betur gegn Belgíu, 2:1, í síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna sem fram fer í Hollandi. Holland vann alla sína leiki í riðlinum og fer því af öryggi áfram í átta liða úrslitin. 

Sherida Spitse kom Hollandi yfir á 27. mínútu en Tessa Wullaert jafnaði fyrir Belgíu á 59. mínútu. Það kom ekki að sök fyrir Holland þar sem Lieke Martens skoraði sigurmarkið á 74. míntútu.

Holland mætir Svíþjóð, Rússlandi eða Þýskalandi í átta liða úrslitum mótsins. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin