Hitað upp á Fanzone fyrir leikinn

Blár stuðningsmannaher mun styðja stelpurnar allt til loka leiksins.
Blár stuðningsmannaher mun styðja stelpurnar allt til loka leiksins. mbl.is/Elín Þórðardóttir

Íslendingar flykkjast nú í stórum hópum út á götur Rotterdam þar sem íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun leika við Austurríki klukkan 18.45. Leikurinn verður síðasti leikur liðsins á EM þetta árið og greinilegt að stuðningsmenn stelpnanna ætla ekki að láta sig vanta á völlinn, en mikill fjöldi bláklæddra stuðningsmanna var mættur á svonefnd Fanzone svæði fyrir liðið nú síðdegis.

Nokkrir af forkólfum Tólfunnar mættu glaðbeittir og munu kyrja nýtt stuðningsmannalag sig sem þeir kynntu á leik liðsins síðasta laugardag.


Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er þá í hópi stuðningsmanna í Rotterdam og deilir stemningunni á Facebook-síðu sinni.

Mikill fjöldi var mættur á svonefnt Fanzone til að hita …
Mikill fjöldi var mættur á svonefnt Fanzone til að hita upp fyrir leikinn. mbl.is/Elín Þórðardóttir
mbl.is/Elín Þórðardóttir
Stuðningsmenn austurríska liðsins.
Stuðningsmenn austurríska liðsins. mbl.is/Elín Þórðardóttir
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin