Hvernig stæði Ísland að vígi á EM 2021?

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. AFP

Leikur Íslands og Austurríkis á EM kvenna í knattspyrnu í dag breytir engu um það að Ísland er úr leik á mótinu. Hann hefur hins vegar sín áhrif á möguleika liðsins á því að komast fjórða skiptið í röð í lokakeppni EM, sem fram fer 2021. Og hvernig verður staða íslenska liðsins takist því að vinna slíkt afrek, að komast á EM fjórum sinnum í röð? Eru mikil kynslóðaskipti framundan og hvernig stendur Ísland að vígi hvað leikmenn varðar, leikstöðu fyrir leikstöðu á vellinum?

Hefði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari áhuga á því gæti hann stillt upp í dag vel samkeppnishæfu byrjunarliði með meðalaldur upp á 23,5 ár. Liði sem ætti því að vera nálægt hátindi ferilsins á næsta Evrópumóti ef hægt er að miða við að honum sé náð um 27-29 ára aldur, en það er auðvitað mismunandi hjá hverjum og einum leikmanni.

Miðað við leikkerfið 3-4-3, sem Freyr hefur sagt að verði áfram notað í næstu undankeppni, gæti byrjunarliðið sem sagt litið svona út ef markmiðið væri að hafa meðalaldurinn sem lægstan (aldur leikmanna á EM eftir fjögur ár í sviga): Sandra Sigurðardóttir (34 ára) – Glódís Perla Viggósdóttir (26), Ingibjörg Sigurðardóttir (23), Arna Sif Ásgrímsdóttir (28) – Sandra María Jessen (26), Dagný Brynjarsdóttir (29), Sigríður Lára Garðarsdóttir (27), Hallbera Guðný Gísladóttir (34) – Agla María Albertsdóttir (21), Katrín Ásbjörnsdóttir (28), Elín Metta Jensen (26).

Þessar vangaveltur eru auðvitað bara til gamans, og ljóst í mínum huga að til dæmis fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir yrði á sínum stað á miðjunni kæmist Ísland á EM 2021, þá þrítug að aldri. En hvaða leikmenn er hætt við að verði horfnir á brott árið 2021? Höfum í huga að elsti leikmaður í hópnum núna er 33 ára, en einnig að knattspyrnukonur eiga líka sífellt lengri feril. Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður, Sif Atladóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Dóra María Lárusdóttir yrðu allar 36 ára á næsta EM. Málfríður Erna Sigurðardóttir yrði 37 ára, og þær Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir 35 ára. Hætt er við að meirihluti þessara frábæru fulltrúa þjóðarinnar yrði þá búinn að draga sig í hlé, eða í það minnsta dottinn út úr landsliðinu.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 23. APRÍL

Útsláttarkeppnin