Spánverjar rétt sluppu áfram

Frá leik Englendinga og Portúgala í kvöld.
Frá leik Englendinga og Portúgala í kvöld. AFP

Spánn og England eru komin í átta liða úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna eftir leiki kvöldsins. Spánn, Skotland og Portúgal enduðu öll með þrjú stig í D-riðlinum en spænska liðið er með hagstæðustu markatöluna og fer því áfram. 

Skotland vann óvæntan sigur á Spánverjum, 1:0. Caroline Weir skoraði sigurmark Skota undir lok fyrri hálfleiks en það dugði ekki til að komast áfram. 

England hafði svo betur gegn Portúgal, 2:1, þrátt fyrir að gera tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Toni Duggan kom enska liðinu yfir á sjöundu mínútu en Carolina Mendes, leikmaður Grindavíkur, jafnaði tíu mínútum síðar. Nikita Parris skoraði svo sigurmark Englendinga á 48. mínútu. 

Enska liðið mætir því franska í átta liða úrslitum og Spánn mætir Austurríki. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin