FIFA-listinn settur á hvolf

Leikmenn Austurríkis réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa …
Leikmenn Austurríkis réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa slegið Spánverja út í dag. Þær eru enn ósigraðar og komnar í undanúrslit en fyrirfram reiknuðu fáir með því að liðið myndi vinna einn einasta leik. AFP

Óhætt er að segja að margt hafi komið á óvart í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Hollandi, ekki síst það að tvö af þremur bestu landsliðum heims samkvæmt heimslista FIFA skuli hafa verið slegin út í átta liða úrslitunum um helgina.

Danmörk, sem er í 15. sæti FIFA-listans, sigraði Þýskaland sem er í 2. sæti og hafði ekki tapað í útsláttarkeppni EM frá 1993 og verið Evrópumeistari samfellt frá 1995.

England, sem er í 5. sæti FIFA-listans, sigraði Frakkland sem er í 3. sæti og fellur enn eina  ferðina út í átta liða úrslitum á stórmóti.

Austurríki, sem er í 24. sæti FIFA-listans og átti að vera næstlakasta lið mótsins, á undan Portúgal, sigraði Spán sem er í 13. sæti listans.

Holland, sem er í 12. sæti FIFA-listans, sigraði Svíþjóð sem er í 9. sæti listans.

Í undanúrslitum mætast því Danmörk (15) og Austurríki (24) annars vegar og hinsvegar Holland (12) og England (5).

Af þeim fimm þjóðum sem áttu samkvæmt listanum að vera þær bestu í Evrópu er aðeins England eftir. Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð og Noregur hafa öll lokið keppni.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin