Danir í úrslit eftir vítakeppni

Danska liðið fagnar í leikslok.
Danska liðið fagnar í leikslok. AFP

Danska kvennalandsliðið í knattspyrnu hafði betur gegn því austurríska í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum Evrópumótsins í Hollandi í dag. Danir leika því við Holland eða England í úrslitaleik. 

Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus, en þær dönsku reyndust mun öruggari á vítapunktinum og skoruðu þar þrjú mörk gegn engu hjá Austurríki. 

Nadia Nadin, Pernille Harder og Simone Boye Sorensen skoruðu allar úr víti hjá danska liðinu og kom ekki að sök að Sofie Pedersen brenndi af sinni spyrnu. Hjá Austurríki brenndu þær Laura Feiersinger, Viktoria Pinther og Verena Aschauer af úr sínum spyrnum. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. APRÍL

Útsláttarkeppnin