„Þá talaði öll þjóðin um kústa, ís og stein“ - metáhorf en áhuginn borin saman við krullu

Vel var tekið á móti dönsku landsliðkonunum á Ráðhústorginu í …
Vel var tekið á móti dönsku landsliðkonunum á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær. AFP

Úrslitaleikur Danmerkur og Hollands í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Hollandi fékk metáhorf í ár. Danmörk tapaði úrslitaleiknum 4:2.

Tæp ein og hálf milljón horfði á úrslitaleikinn á sunnudag og er það mesta áhorf sem knattspyrnuleikur hefur fengið í Danmörku í ár. Skyldi þó engan undra þar sem um danska landsliðið er að ræða í úrslitaleik á EM en þrátt fyrir þetta mikla áhorf vilja tvær sjónvarpsstöðar í Danmörku, Discovery Networks Danmark og Viasat, ekki kaupa sýningaréttinn á kvennafótbolta.

Viasat á meðal annars sýningaréttinn úrvalsdeild karla í Danmörku, Meistaradeild Evrópu í karlaflokki sem og á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Peter Nørrelund, yfirmaður hjá Viasat segir enga breytingu verða þar á í náinni framtíð í samtali við danska ríkisútvarpið.

„Ég hef ekki trú á því að kvennafótbolti verði áberandi þegar kemur að baráttu um sýningarrétt,“ sagði Nørrelund og líkti áhuganum á kvennalandsliðinu við þegar þegar kvennalandslið Dana í krullu komst í úrslitin á vetrarólympíuleikunum 1998. „Þá talaði öll þjóðin um kústa, ís og stein,“ sagði Nørrelund.

Anders Bay yfirmaður hjá Discovery Networks, tók í svipaðan streng.

„Þetta verður ekki það sem við munum helst veðja á,“ sagði Bay. „En það eru miklir möguleikar fyrir kvennafótbolta. En það þarf eitthvað að knýja þetta áfram. Það er kvennalandsliðið sem gerir það. En þá veltur svo mikið á því að kvennalandslið fylgi á eftir árangrinum á lokakeppninni á EM og nái úrslitum,“ sagði Bay.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin