Leikurinn á morgun nýtist vel

Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson
Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í knattspyrnu,  segir vináttulandsleikinn gegn Noregi á morgun nýtast á margvíslegan hátt í undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi. 

„Við höfum verið að skoða andstæðinga okkar á HM og bera þá saman við Noreg og Gana sem við mætum í vináttuleikjunum. Hvort eitthvað í Noregsleiknum gæti verið svipað og gæti komið upp gegn andstæðingi á HM. Er til dæmis eitthvað varðandi föst leikatriði sem hægt er að nota til að undirbúa okkur sem best, eða hvernig liðin pressa? Í þessum vináttuleikjum verður fullt af atriðum sem við getum tengt við leikina sem bíða okkar í Rússlandi,“ sagði Helgi þegar mbl.is spjallaði við hann. 

Helgi bendir á að HM-undirbúningurinn hafi verið langur hjá þjálfarateyminu þótt endanlegur HM-hópur sé ekki að koma saman fyrr en þessa dagana. 

„Undirbúningurinn hefur staðið allt þetta ár og mikill fjöldi upplýsinga sem við höfum aflað og þurfum að koma áfram til strákanna. Fyrir okkur er mjög mikilvægt að hafa fengið hópinn saman. Nú eru allir með á æfingum í einhverri mynd, allir saman á hóteli og nú getum við undirbúið okkur almennilega. Erum við til dæmis með tvo fundi á daga. Við þurfum að koma mörgu áleiðis. Auk þess geta leikmenn nýtt sér eitt og annað nú þegar hópurinn er byrjaður að vinna saman, til dæmis hvað varðar lækna og sjúkraþjálfara,“ sagði Helgi í samtali við mbl.is. 

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin