Torres búinn að finna sér nýtt lið

Fernando Torres.
Fernando Torres. AFP

Spænski framherjinn Fernando Torres er genginn í raðir japanska knattspyrnuliðsins Sagan Tosu en frá þessu greindi hann á Twitter-síðu sinni í dag.

Torres kemur til Sagan Tosu frá spænska liðinu Atlético Madrid en samningur hans við félagið rann út á dögunum.

„Ég var með tilboð frá félögum út um allan heim en mitt nýja lið verður Sagan Tosu,“ skrifar Torres á Twitter-síðu sína.

Torres er 34 ára gamall og hefur lengst af á sínum ferli leikið með Atletíco Madrid. Hann lék með Liverpool frá 2007 til 2011 þar sem hann átti góðu gengi að fagna og var í herbúðum Chelsea í fjögur ár eftir það en náði sér ekki á strik með Lundúnaliðinu og var lánaður til AC Milan og Atletíco Madrid áður en hann samdi við uppeldisfélag sitt á nýjan leik.

Torres á að baki 110 leiki með spænska landsliðinu og hefur skorað í þeim leikjum 38 mörk.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin