Reyndasta landslið sem Ísland hefur teflt fram

Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson voru framherjapar íslenska landsliðsins …
Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson voru framherjapar íslenska landsliðsins í öllum leikjunum í lokakeppni EM í Frakklandi sumarið 2016. Þeir eru báðir í hópnum á ný eftir talsverða fjarveru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reynsla er það sem síst skortir í hópi karlalandsliðsins í fótbolta sem Erik Hamrén tilkynnti í gær fyrir leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins.

Enginn þjálfari í sögu íslenska landsliðsins hefur haft úr jafnstórum hópi reyndra leikmanna að spila og Hamrén. Af þeim 35 íslensku karlkyns knattspyrnumönnum sem hafa spilað 50 A-landsleiki eða meira frá upphafi eru ellefu í þeim 25 manna hópi sem Svíinn kynnti í gær. Fimm þeirra, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason, eru komnir í hóp þeirra níu leikjahæstu frá upphafi.

Alfreð Finnbogason, sá eini sem vantar í hópinn, er einn af áðurnefndum 35, en hann er úr leik fram á haust vegna meiðsla.

Sjá umfjöllun um landsliðið í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 28. MARS

Útsláttarkeppnin