Bjart yfir mönnum á þjóðarleikvanginum

Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson voru léttir í lundu …
Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson voru léttir í lundu á fundinum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var afar bjart yfir Erik Hamrén, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þegar hann gekk inn á blaðamannafund íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær fyrir leikinn mikilvæga gegn Albaníu í undankeppni EM.

Hamrén var rólegur og yfirvegaður á fundinum og virkaði algjörlega pressulaus en gengi liðsins undir stjórn Svíans hefur ekki verið til þess að hrópa húrra yfir. Níu leikir, fimm töp, þrjú jafntefli og aðeins einn sigur. Samt sem áður var engan bilbug að finna á þjálfararnum sem er að stýra íslenska liðinu inn í mikilvægustu leiki liðsins frá því hann tók við landsliðinu 8. ágúst síðastliðinn.

„Ég hef verið í þjálfun í þrjátíu ár og það er alltaf pressa en ég get ekki sagt að ég finni fyrir einhverri sérstakri pressu fyrir þennan leik. Ég er með fiðring í maganum og er meira spenntur að takast á við þetta verkefni,“ sagði Hamrén kokhraustur á blaðamannafundinum en það verður að viðurkennast að það er ákveðin, utanaðkomandi pressa, á landsliðsþjálfaranum fyrir verkefni dagsins.

Íslendingar eru ekki alveg búnir að kaupa Svíann sem landsliðsþjálfara enda gengi liðsins verið undir væntingum það sem af er en allir leikmenn liðsins eru heilir heilsu og tilbúnir í leikinn. Vissulega eru stór skörð höggvin í framlínu liðsins en þeir Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson og Albert Guðmundsson eru klárir í slaginn en Hamrén vildi lítið gefa upp um hugsanlegt byrjunarlið sitt á fundinum.

Sjá umfjöllun um landsliðið í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 24. APRÍL

Útsláttarkeppnin