Austurríki nær ekki Íslandi

Nicole Billa, leikmaður austurríska landsliðsins, í leik gegn Frakklandi í …
Nicole Billa, leikmaður austurríska landsliðsins, í leik gegn Frakklandi í október síðastliðnum. AFP

Austurríki vann 1:0 sigur á Serbíu í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn þýðir að Austurríki getur ekki komist upp fyrir Ísland í baráttunni um sætin þrjú sem gefa beina þátttöku á EM.

Austurríki endar með 19 stig í öðru sæti G-riðils, með markatöluna 22:3, eða 19 mörk í plús. Ísland endaði hins vegar með 19 stig í öðru sæti F-riðils með markatöluna 25:5 og 20 mörk í plús.

Úrslitin eru því jákvæð fyrir Ísland en enn þarf liðið að bíða eftir úrslitum úr leik Belgíu og Sviss, sem er nú í gangi. Staðan í honum er þegar þetta er ritað 0:0, en best væri fyrir Ísland ef annað liðið vinnur leikinn. Þá verður sæti Ísland á EM tryggt.

Síðan hefst leikur Skota og Finna klukkan 19:30, og væri Íslandi mikill greiði gerður ef Skotar vinna þann leik, svo framarlega sem sætið verði ekki í höfn eftir leik Belgíu og Sviss.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 20. APRÍL

Útsláttarkeppnin