Leiknum aflýst eftir að Eriksen hneig niður

Stuðningsmenn Danmerkur, eins og allir aðrir, eru í sjokki og …
Stuðningsmenn Danmerkur, eins og allir aðrir, eru í sjokki og vonast eftir góðum fréttum af líðan Christians Eriksens. AFP

Leik Danmerkur og Finnlands hefur verið aflýst eftir að Christian Eriksen, leikmaður Dana, hneig niður skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Markalaust var þegar Eriksen féll í grasið og allt tiltækt læknalið var kallað til. Hóf það endurlífgun tafarlaust.

Að svo stöddu er ekki vitað hver líðan Eriksens er nákvæmlega en mbl.is fylgist grannt með og færir ykkur fréttir af líðan hans um leið og þær berast.

Christian Eriksen borinn af velli fyrir skemmstu.
Christian Eriksen borinn af velli fyrir skemmstu. AFP
mbl.is