Situr aftast til að sleppa við vælið í liðsfélögunum

„Ég sit alltaf aftast á landsliðsfundum,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Dagný, sem er þrítug, er samningsbundin West Ham á Englandi en hún á að baki 101 A-landsleik fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað 34 mörk.

„Raðirnar eru allar í beinni línu og ég nenni ekki að hlusta á neinn tuða yfir því að hann sjái ekki neitt ef ég sit á fremsta bekk,“ sagði Dagný meðal annars, en hún er 180 sentímetrar á hæð.

Dagný er í nærmynd í fjórða þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 25. APRÍL

Útsláttarkeppnin