„Ég er ekki að fara spila fyrir þennan mann“

„Ég var ekkert voðalega ánægð eftir fyrsta fundinn,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Alexandra, sem er 22 ára gömul, lék með Breiðabliki í þrjú tímabil, frá 2018 til 2020, en Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, fékk Alexöndru í Kópavoginn á sínum tíma frá uppeldisfélagi hennar Haukum.

„Ég mætti þarna og Steini sat þarna með krosslagðar hendur og sagði nánast ekkert allan fundinn,“ sagði Alexandra.

„Ég sagði við pabba eftir fundinn að ég væri ekki að fara í Breiðablik og að ég væri ekki að fara að spila fyrir þennan mann,“ bætti Alexandra við í léttum tón en hún varð tvívegis Íslandsmeistari með Blikum og einu sinni bikarmeistari á tíma sínum í Kópavoginum.

Alexandra er í nærmynd í fimmta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Þorsteinn Halldórsson hefur stýrt kvennalandsliðinu frá því í janúar 2021.
Þorsteinn Halldórsson hefur stýrt kvennalandsliðinu frá því í janúar 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 3. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 3. JÚNÍ

Útsláttarkeppnin