Fastagestur í ísbúðinni þegar mamma er í heimsókn

„Þetta var uppáhaldsísinn minn heima á Íslandi,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Alexandra, sem er 22 ára gömul, hefur verið búsett í Frankfurt í Þýskalandi frá því í janúar 2021 en ís með romm- og rúsínubragði er í sérstöku uppáhaldi hjá henni.

„Ég og mamma gerðum okkur oft sérferð í Ísbúðina í Garðabæ til að fá okkur þennan tiltekna ís en svo var hann ekki lengur í boði,“ sagði Alexandra.

Þannig að þú kemur hingað á hverjum degi?

„Það er ekki alveg svo gott en kannski þegar mamma er í heimsókn,“ sagði Alexandra í léttum tón.

Alexandra er í nærmynd í fimmta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is