„Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt“

„Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Alexandra, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi í janúar 2021 en hún fékk fá tækifæri með þýska liðinu á nýliðinu keppnistímabili.

„Á sama tíma er þetta búið að vera gaman líka og þroskandi. Svörin væru eflaust öðruvísi ef ég væri búin að spila meira en það hefur verið erfitt að þurfa sitja á bekknum,“ sagði Alexandra meðal annars.

Alexandra er í nærmynd í fimmta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is