Glódís Perla: Ekki á minni vakt!

Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu N1 fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem hefst hinn 6. júlí á Englandi. 

Glódís, sem er 26 ára gömul og samningsbundin Bayern München í Þýskalandi, byrjaði að æfa fótbolta með HK í Kópavoginum en í auglýsingunni er farið yfir feril varnarmannsins, allt frá árum hennar í HK fram til dagsins í dag.

Hún hvetur sjálfa sig áfram á mjög áhugaverðan hátt en hún er í 11.-12. sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi með 101 A-landsleik á bakinu.

Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi markvörður íslenska karlalandsliðsins, leikstýrði auglýsingunni en þær Elín Metta Jensen, Sandra Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru einnig í stórum hlutverkum í auglýsingunni.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 5. OKTÓBER

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 5. OKTÓBER

Útsláttarkeppnin
Loka