„Ég les ekki svona fréttir“

„Ég fylgdist vel með allri umfjöllun um sjálfa mig þegar ég var yngri,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Agla María, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Häcken í janúar á þessu ári en fram að því hafði hún hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins síðustu ár.

„Stundum ertu stórkostlegur leikmaður og þá ferðu hátt upp og svo allt í einu geturðu ekki neitt og þá fer maður langt niður,“ sagði Agla María.

„Ég er búin að læra það að ef maður les allt um sjálfan sig þá sveiflast maður fram og til baka eins og vindhani, þannig að ég les ekki svona fréttir,“ sagði Agla María meðal annars.

Agla María er í nærmynd í sjöunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 16. APRÍL

Útsláttarkeppnin