Gestgjafarnir ógnvænlega sterkir fyrir mót

Bethany England (t.v.), skoraði eitt marka Englands í kvöld.
Bethany England (t.v.), skoraði eitt marka Englands í kvöld. AFP/Nigel Roddis

Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu hafði betur gegn Sviss, 4:0, í vináttulandsleik í Sviss í kvöld. Bæði lið undirbúa sig nú fyrir EM 2022 sem hefst á Englandi í næstu viku.

Eftir markalausan fyrri hálfleik settu gestirnir frá Englandi í fluggír í þeim síðari og skoruðu öllu fjögur mörk leiksins.

Alessia Russo, Georgia Stanway, Bethany England og Jill Scott komust allar á blað.

Þetta var annar vináttulandsleikurinn sem England vinnur með fjórum mörkum í röð.

Á föstudaginn í síðustu viku unnu Englendingar 5:1-sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Hollands og þar áður 3:0-sigur á Belgíu.

Enska liðið lítur því afskaplega vel út skömmu fyrir EM á heimavelli þeirra.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 13. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 13. ÁGÚST

Útsláttarkeppnin